Hvernig varð Stefnumótaspilið til?

Stefnumótaspilið kom til vegna þess að okkur langaði í fjölbreytni og uppbrot í vikuna okkar. Áður fyrr sátum við fyrir framan sjónvarpið á kvöldin og horfðum á þætti eða mynd en við vorum orðin þreytt á því. Þess vegna tókum við okkur til og skrifuðum niður á miða, 10 hugmyndir af stefnumóti sem við ætluðum að framkvæma á næstu 10 vikum. Þegar leið á fengum stefnumótin okkar mikla athygli þar sem við deildum þeim á Tiktok og við hugsuðum með okkur að það væru kannski fleiri sem vildu gera það sama, en vantaði hugmyndir og frumkvæði. Þess vegna ákváðum við að búa til Stefnumótaspilið.

  • Að skapa nánd

    Í því hraða umhverfi sem við lifum í, í dag, er mikilvægt að kúpla sig út frá tækjum og tólum og njóta samverunnar, þó það sé ekki nema eitt kvöld annað slagið.

    Það má ekki gleyma manneskjunni sem þú hefur valið að vera með og er mikilvægt að skapa tíma og rúm fyrir nánd í sambandinu.

  • Að styrkja sambandið

    Að vera í sambandi er eilíf vinna og ef maður vanrækir þá vinnu á maður á hættu að týnast í amstri dagsins og gleyma þeirri manneskju sem hefur valið að eyða lífinu með. Það er því mikilvægt að gefa sér tíma fyrir hvort annað, þó það sé ekki nema 2-3 klst á viku.

  • Uppbrot í vikuna

    Þegar lífið gengur sinn vanagang og allt er komið í rútínu er hætta á því að halda þeirri rútínu til lengdar og gleyma því að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig. Með því að taka frá tíma vikulega til þess að gera eitthvað öðruvísi, eitthvað framandi og eitthvað fjölbreytt en samt einfald eykur þú vellíðan þína og þeirra í kringum þig. Gleði lengir lífið <3.